FSU og uppsveitafélögin vinna saman

FSU-KARFA, Umf. Hrunamanna og Umf. Laugdæla hafa ákveðið að efna til samstarfs um uppbyggingu og framgang körfuknattleiks á svæðum þessara félaga. Þetta hefur um hríð verið á umræðustigi, og samstarf milli félaga í sýslunni hefur í mörg ár verið viðhaft með ágætum árangri.

 

Í kjölfar þess að Hrunamenn/Laugdælir sáu sér ekki fært að tefla fram liði í 1. deild karla var ákveðiið að reyna að formgera samstarfið og koma því á fastari grunn. Í því felst m.a. að Florijan Jovanov, leikmaður Hrunamanna/Laugdæla, spilar með FSU í 1. deild karla auk þess að þjálfa börn og ungmenni í uppsveitum, eins og fram kom í annarri frétt hér á síðunni. Einnig mun FSU leika einhverja af heimaleikjum sínum á Flúðum. 

 

Markmiðið með þessu er að efla körfuboltann á svæðinu, öllum aðilum til hagsbóta, og renna styrkari stoðum undir öflugt starf og öflug keppnislið og ýta enn frekar undir áhuga og tækifæri barna og ungmenna á svæðinu, bæði í afreksstarfi og almennu féklagsstarfi.

 

Skýrt markmið er einnig að tefla fram öflugu kvennaliði í náinni framtíð.

Florijan Jovanov til liðs við FSU

Framherjinn Florijan Jovanov hefur ákveðið að leika með FSU í 1. deild karla á komandi tímabili. Þetta varð ljóst í kjölfar þess að Hrunamenn/Laugdælir drógu lið sitt úr keppni.Florijan09.17

Florijan er frá Makedóníu en hefur dvalið á Íslandi mörg undanfarin ár. Hann kom upphaflega til Ísafjarðar og lék með KFÍ í nokkur ár en á síðasta keppnistímabili spilaði hann með Hrunamönnum / Laugdælum í 2. deild Íslandsmótsins og var í lykilhlutverki hjá liðinu, sem vann deildina og tryggði sér sæti í 1. deild.

Florijan og eiginkona hans búa og starfa á Laugarvatni, hún í gisti- og veitingastaðnum Héraðsskólanum en hann við þjálfun barna og unglinga á Laugarvatni, í Reykholti í Biskupstungum og á Flúðum í Hrunamannahreppi.

Florijan er 26 ára gamall, tveggja metra hár, öflugur framherji og úrvalsskytta sem styrkir FSU liðið verulega. Með tilkomu hans eru nú 14 leikmenn í harðri keppni um sæti í liðinu og spilatíma.    

Jett Speelman mættur til vinnu

Charles Jett Speelman kom til landsins sl. fimmtudag, búinn að taka úr sér ferðahrollinn og tímabeltisþreytuna og farinn að láta til sín taka á æfingum.

Jett er 23 ára gamall Bandaríkjamaður sem útskrifaðist með íþróttafræðigráðuSpeelman.09.17 úr háskóla á síðasta skólaári. Hann er tveggja metra hár, kröftugur framherji með fínar hreyfingar við körfuna og góða stroku fyrir utan teig. 

Síðast en ekki síst er hann dagfarsprúður fyrirmyndarpiltur sem fellur vel inn í þéttan og samheldinn leikmannahóp FSU.

FSU-KARFA óskar honum ánægjulegrar dvalar í sínu fyrsta ferðalagi utan heimalandsins og góðs gengis á körfuboltavellinum. 

Upplýsingar um æfingatíma og þjálfara

Upplýsingar um æfingatíma og þjálfara yngri flokka hjá FSU-KÖRFU hafa verið uppfærðar hér á heimasíðunni.

Smellið á hnappana „Þjálfarar“ eða „Æfingatímar“  undir fyrirsögninni „Yngri flokkar“ hér vinstra megin á síðunni. Upplýsingar um æfinga-/félagsgjöld í vetur verða settar inn mjög fljótlega.

 

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 21st. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©