Frá forráðamönnum FSU.

Grein skrifuð Fimmtudagur, 10 október 2013
 

poster þórÁ morgun byrjar 1.deild karla í körfubolta leiktímabilið 2013-2014. Í sumar hefur verið lögð mikil vinna í að undirbúa leikmenn og félagið í heild fyrir þennan dag. Liðið sem hefur verið sett saman fyrir veturinn er skemmtilegt og vel spilandi og umfram allt góðir drengir. Heimilið okkar, Iða á Selfossi er okkur mjög kært. Þar vljum við hafa mikið af fólki og mikið fjör alla daga og ekki síst á leikdögum. Síðustu ár hafa áhorfendur verið latir við að koma í heimsókn í Iðu. Hvers vegna vitum við ekki alveg en örugglega eru margar ástæður fyrir því. Reyndar hefur það hitt þannig á síðustu árin að oft hafa verið handboltaleikir og körfuboltaleikir á sama deginum í bænum og fólk hreinlega þurft að velja á milli. En þannig er það ekki í ár. Venjulega höfum við spilað okkar heimaleiki á föstudögum en í vetur munum við spila á fimmtudögum að mestu fyrir utan fyrstu og síðustu umferð. Fólk þarf ekki að kunna þessa íþrótt til að hafa gaman af henni. Þetta eru fjörugir og hraðir leikir og þetta er auðvitað móðir allra íþrótta. 

Ef einhver hefur ekki séð uppsetninguna í Iðu á leikdögum þá er sá hinn sami að missa af miklu. Svartar drapperingar og sérhönnuð lýsingin mynda skemmtilega sýn á leikinn fyrir áhorfendur og í ár verður brugðið á leik milli leikhluta og fyrir heimaleiki með sprelli og fjöri. 

Við bjóðum hér með öllum í heimsókn í Iðu í vetur á hvaða leiki sem er og við hlökkum til að sjá ykkur.

 

Körfuboltakveðjur.

Forráðamenn körfuknattleiksfélags FSU

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©