Næsta helgi.

Grein skrifuð Mánudagur, 21 október 2013
 

gameflyerNæsta helgi er viðburðarík hjá liðum FSU eins og sú síðasta. 

Reyndar byrjar fjörið strax á fimmtudag þegar meistaraflokkur karla tekur á móti Tindastól í Iðu kl 19:15. Tindastóll hefur unnið báða sína leiki í haust og eru skagfirðingar með gríðarlega sterkt lið. Okkar menn unnu sterkan sigur á útivelli um síðustu helgi þegar þeir lögðu Hött. Í þessum leik verður ekkert gefið eftir og er um að gera að drífa sig í Iðu og kíkja á fjörið sem verður þar.

Á föstudagskvöldið munu stelpurnar taka á móti Breiðablik í Iðu kl 19:15. Blikarnir eru eitt af sigurstranglegustu liðum deildarinnar og verður því erfitt verkefni fyrir höndum en stelpurnar eru vissar um að sína getu til að leysa það verkefni með stæl.

Á föstudagskvöldið fer 11.flokkur karla í Stykkishólm þar sem þeir etja kappi við Snæfell. 

Og á laugardaginn fer svo unglingaflokkur karla í heimsókn í Borgarnes þar sem þeir mæta sameiginlegu liði Skallagríms og Snæfells.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©