FSu áfram í bikarnum

Grein skrifuð Tuesday, 08 nóvember 2016
 

FSu dróst gegn Grundfirðingum í fyrstu umferð bikarkeppni KKÍ. Leikurinn fór fram í Grundarfirði sl. laugardag, 5. nóvember, og lauk með sigri FSu, eins og fyrirfram mátti búast við, enda leika Snæfellingarnir tveimur deildum neðar á Íslandsmótinu. Lokatölur 56-69.

Seint verður sagt að um áferðarfallegan körfubolta hafi verið að ræða eða spennandi leik. Grundfirðingar létu samt finna vel fyrir sér og munurinn á liðunum var lengst af ekki mikill. Eloy, þjálfari FSu, nýtti þennan leik til að hvíla þá sem mest hafa spilað í Jón Jökullleikjum haustsins en gefa hinum tækifærið, allir 12 komu við sögu og 10 spiluðu meira en 10 mínútur.

Terrance Motley kom inn á öðru hvoru, skoraði 14 stig og tók 9 fráköst og Orri Jónsson skoraði 12 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Jón Jökull Þráinsson átti skínandi leik með 12 stig, 7 fráköst og 50% nýtingu, Hörður setti 8 stig, Sveinn Hafsteinn 5, Sigurður Jónsson og Svavar Ingi 4, Hilmir Ægir og Arnþór 3 stig og þeir Gísli Gautason og Sindri Snær A van Kasteren 2 stig hvor.

Dregið verður í næstu umferð keppninnar, 16 liða úrslit, í dag, 8. nóvember og leikirnir fara fram 3.-5. desember.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©