Vinavika og kvennalandsleikur

Grein skrifuð Mánudagur, 05 desember 2016
 

FSu stendur fyrir Vinaviku dagana 5. - 9. des. Þá eru stelpurnar í minnibolta (1.- 6. bekk) hvattar til þess að taka vinkonur sínar með sér á æfingu, og auðvitað kostar ekkert fyrir vinkonurnar! Vinavikan endar svo á skemmtilegri pizzaveislu. Vonandi mæta sem flestar vinkonur!!

Æfingatöfluna, tímasetningar allra æfinga, má finna hér á heimasíðu félagsins, fsukarfa.is

Stelpur i Hollinni 1

Stelpunum í minniboltanum var boðið á leik íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta gegn Portúgal þann 23. nóvember sl. Stelpurnar fengu þann heiður að leiða liðsmenn beggja liða inn á völlin og var spennan í hámarki yfir því. Ekki skemmdi fyrir að Ísland vann svo leikinn með 11 stigum.

Stelpur i Hollinni 2

Á myndunum hér með fréttinni má sjá stelpurnar okkar einar og sér í samhentum hópi og svo að hlusta á þjóðsöngvana með portúgalska landsliðinu.

Áfram FSu!

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©