Léttur sigur á Ármanni

Grein skrifuð Föstudagur, 16 desember 2016
 

FSu mætti Ármanni í Iðu sl. sunnudagskvöld. Heimamenn áttu ekki í neinum vandræðum með gestina og unnu 40 stiga sigur, 96-56.

Ljóst var strax í upphafi í hvað stefndi. Eftir 5 mín. stóð 12-2 og að loknum fyrsta hluta 20-5. Í hálfleik 54-25 og að loknum þriðja hluta 76-34. Ármenningar unnu svo síðasta leikhluta 20-22.

Jóhann Jakob Friðriksson var öflugastur Ármenninga með 18 stig og 11 fráköst, nærri helming allra framlagspunkta síns liðs, 20 talsins. Arnþór Fjalarsson skoraði 15 stig, Þorsteinn Hjörleifsson 9, Halldór Kristmannsson 5, Magnús Ingi Hjálmarsson 4, Þorleifur Baldvinsson 3 og Eggert Sigurðsson 2 stig. Ármenningar mættu aðeins 8 til leiks, 9 með þjálfaranum sem var á skýrslu en lék ekki, og ljóst að einhver skörð voru í leikmannahópnum.

Eloy skipti mínútunum nokkuð bróðurlega milli FSu-leikmanna, Ari og Gísli voru þeir einu sem skriðu yfir 20 mínútur og enginn lék minna en 11 mín.

Ari skoraði mest, 14 stig (7 fráköst), Svavar Ingi og Hlynur skoruðu 13, Haukur (7 stolnir) og Terrance (10 frk.) 12 stig, Orri (6 stoðs.) 8, Helgi 7, Gísli 6, Sveinn Hafsteinn og Jón Jökull 4 og Sigurður 3 stig.

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©