Stoðsendingar og tapaðir boltar gerðu útslagið

Grein skrifuð Mánudagur, 06 mars 2017
 

FSu sótti ekki gull í greipar Breiðabliks í Smáranum í 1. deild karla mánudaginn 27. febrúar síðastliðinn. Blikar voru sterkari aðilinn og unnu 12 stiga sigur, 96-84.

FSu liðið var þó aldrei langt undan. Um miðjan fyrsta leikhluta munaði 2 stigum 16-14, en Blikar voru komnir 7 stigum yfir eftir 10 mín. Í öðrum leikhluta jókst munurinn og heimamenn náðu mest 13 stiga forystu, 49-36 eftir 19 mínútna leik og í hálfleik var staðan 50-39. Í þriðja leikhluta náðu okkar menn að bíta frá sér og minnkuðu muninn í 3 stig í tvígang, 63-60 eftir 27 mín. og 70-67 við lok þriðja leikhluta. Í fjórða hluta sýndu heimamenn nægan styrk, juku muninn fljótt upp í átta stig og síðan í 14 þegar um 2 mínútur voru eftir en lokatölur 96-84 og sanngjarn sigur Blika í höfn.

Það sem réði mestu um úrslitin í þessum leik var mikið og gott framlag frá mörgum Blikum. Fimm þeirra voru með 12 framlagsstig eða meira, hæstur allra Leifur Steinn með 30 slík, en hann hitti 7/8 úti á velli og 5/6 úr þristum, skoraði 20 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Snorri Vignisson var líka mjög góður með 21 stig og 25 framlagspunkta, 11 fráköst og 53% skotnýtingu. Garland skoraði líka 21 stig og stal 6 boltum, Birkir Víðisson setti 14 stig, Egill Vignisson 8, Ragnar Jósef Ragnarsson 6 og Þröstur Kristinsson 4 stig.

Terrance var að venju allt í öllu í sóknarleik FSu, skoraði 32 stig og skilaði 32 framlagspunktum með 19 fráköst, 4 stoðsendingar, 10 fiskaðar villur og 3 varin skot í ferilskrána. Ari Gylfason skoraði 14 stig, tók 8 fráköst, fiskaði 7 villur og stal 2 boltum. Hlynur Hreinsson kom næstur með 12 stig, 2 frk. og 2 sts., þá Arnþór Tryggvason með 8 og 6 fráköst, Svavar Ingi Stefánsson 6 stig, Jón Jökull Þráinsson með 5 stig, 2 frk. og 3 sts., Þórarinn Friðriksson 5 stig og 2 frk., Gísli Gautason 2 stig og 2 frk. og Helgi Jónsson nældi í 3 frk.

Á tölfræðisamanburðinum sést að skotnýting Blika er mun betri (49/37) en FSu nýtir vítin mun betur (77/47) og tekur fleiri fráköst (38/48). Stoðsendingar (20/12) og tapaðir boltar (10/21) gera svo útslagið.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©