Leikmenn framtíðarinnar á Nettómóti 2017

Grein skrifuð Miðvikudagur, 15 mars 2017
 

Helgina 3.-5. mars sl. fór fram hið glæsilega Nettómót í Reykjanesbæ. Lið FSu hefur sjaldan eða aldrei mætt með jafn fjölmennan hóp ungmenna á eitt mót.Netto17.6 Alls fóru 62 börn frá Selfossi á mótið en einnig fengu að fljóta með 5 stelpur frá Hveragerði. Tólf lið voru skráð til leiks, 9 hjá strákunum en 3 hjá stelpunum. Alls var 51 leikur spilaður á þessum tveimur dögum.

 

Margt annað var þó á dagskrá um helgina og krakkarnir skelltu sér meðal annars í bíó, sund og svo var mikið fjör að fara í Reykjaneshöllina þar sem voru hoppukastalar og mikið pláss fyrir frjálsan leik.

Á laugardagskvöldinu var svo kvöldvaka þar sem mörg barnanna Netto17.1enduðu á að syngja sig hás. Það var þó alltaf næg orka til þess að spila leikina þar sem FSu sýndi á köflum frábæra takta.

 

Hvert sem litið var mátti sjá iðkendur FSu vera sér og félaginu til mikils sóma. Inni á vellinum sýndu þau mikla íþróttamennsku og utan vallar var gaman að sjá hvað gleðin og vináttan var sterk í hópnum.

 

Stuðningur foreldra í svona starfi er ómetanlegur en fjölmargir foreldrar mættu til þess að styðja sín börn og til þess að aðstoða við framkvæmd mótsins. Með Netto17.2svona sterkt bakland eiga börnin hjá okkur eftir að þroskast í góða og sterka einstaklinga.

 

Það er óhætt að segja að framtíðin hjá FSu sé björt og við hjá félaginu getum ekki verið heppnari með iðkendur. Gaman verður að fylgjast með þessum krökkum og öllum okkar iðkendum í framtíðinni.

 

Það eru þjálfararnir okkar, þau Karl Ágúst Hannibalsson, Harpa Reynisdóttir, Stefán Magni Árnason og Jose Gonzalez Dantas sem hafa veg og vanda af þátttöku krakkanna okkar á þessu móti og öðrum viðburðum. Það krefst mikils undirbúnings og skipulagningar að fara með svo stóran hóp á mót, að ekki sé talað um þegar keppt er tvo daga og þátttakendur gista eina nótt, en þá er varla mikið sofið!!

Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir frá mótinu. ÁFRAM FSU!!!

 

Netto17.3 

 

Netto17.4

 

Netto17.5

 

Netto17.7

 

Netto17.8

 

Netto17.9

 

Netto17.10

 

Netto17.11

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©