Haukur kemur heim

Grein skrifuð Miðvikudagur, 19 apríl 2017
 

Rétt í þessu var Haukur Hreinsson að staðfesta samkomulag þess efnis að hann leiki með FSU í 1. deild karla á komandi timabili. Þetta er 6. heimamaðurinn sem semur við félagið nú fyrir sumarið.

Haukur hélt til náms í íþróttalýðskóla í Danmörku sl. sumar en lenti í meiðslum og gerði hlé á námi í haust. Hann kom heim og náði nokkrum leikjum með FSu fyrir síðustu jól en sneri aftur til Danaveldis í janúar til að klára skólaárið.Haukur.10.03.16 

Á nýliðnu keppnistímabili lék Haukur fimm leiki og lét til sín taka. Hann spilaði í þeim að meðaltali 25 mínútur, skoraði 8,2 stig, gaf 3,8 stoðsendingar, tók 3 fráköst, stal 2,8 boltum, nýtti 80% tveggja stiga skota og skilaði 11,8 framlagsstigum - og munaði liðið um minna. 

Enn einn mikilvægur hlekkurinn hefur nú bæst í liðskeðjuna og smám saman er að púslast saman ásjáleg mynd af liðinu okkar á næsta tímabili.

Velkominn, Haukur.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©