Gestaþjálfari frá Spáni í heimsókn

Grein skrifuð Mánudagur, 24 apríl 2017
 

Spænski þjálfarinn Francisco Garcia kemur í kvöld til Íslands. Hann verður í 10 daga heimsókn hjá vini sínum, Eloy Doce Chambrelan, sem hefur milligöngu um heimsókn þessa færa þjálfara frá heimalandinu.Fr. Garcia.1

Garcia mun stjórna og taka þátt í æfingum hjá félaginu, hjá m.fl. karla og Akademíu FSu en einnig hjá yngriflokkunum.

Francisco Garcia er um þessar mundir aðalþjálfari hjá CB. Bembibre sem leikur í efstu deild kvenna á Spáni, en var á árunum 2013-2016 aðalþjálfari indverska kvennalandsliðsins. Hann hefur mikla reynslu víða að og hefur m.a. þjálfað kvennalið í Danmörku (Stevnsgade BBK) og Finnlandi (Tapiolan Honka).Fr.Garcia.2

Ekki þarf að tíunda í löngu máli hvílíkur fengur er að því fyrir félagið að fá svo færan og reyndan þjálfara með nýjar áherslur og sjónarhorn til að kenna okkar áhugasömu iðkendum. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©