Sveinn Hafsteinn áfram með FSU

Grein skrifuð Tuesday, 25 apríl 2017
 

Sveinn Hafsteinn Gunnarsson leikur áfram með FSU á næsta tímabili. Samningur þess efnis var undirritaður í gær. 

Sveinn kom til FSU á venslasamningi frá Þór Þorlákshöfn sl. haust og þótti vistin ekki verri en svo að hann ákvað að halda sig við okkur og þjálfarateymið í Iðu.SveinnHafsteinn2017

Svenni lék 17 leiki í 1. deild karla á nýliðnu tímabili en meiddist illa á ökkla þegar skammt var eftir tímabils og missti af síðustu 7 leikjunum. Hann er óðum að jafna sig og byrjaður að æfa að nýju.

Sveinn spilaði 18:23 mín. að meðaltali í þessum 17 leikjum og skoraði 3,4 stig. Hann var stöðugt að bæta sig og á góðu róli þegar hann meiddist; er jákvæður og kraftmikill og góður liðsfélagi sem við erum ánægð með að halda í leikmannahópnum.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©