Framtíðarafrekskonur FSU-KÖRFU fá fræðslu

Grein skrifuð Tuesday, 25 apríl 2017
 

Stelpurnar í minniboltanum fengu skemmtilega heimsókn í dag frá Hörpu Rut Hreiðarsdóttur, sem er menntaður ÍAK einkaþjálfari.

Tilgangur heimsóknar Hörpu Rutar var að fræða stelpurnar um mikilvægi þess að drekka vatn, teygja á og fjalla almennt um gott og næringarríkt mataræði. Harpa spjallaði við stelpurnar og útskýrði fyrir þeim að nauðsynlegt væri að borða góða og orkuríka fæðu úr öllum fæðuflokkum fyrir og eftir æfingar og mót og að vatn væri besti svaladrykkurinn.

Stelpurnar voru mjög áhugasamar og Harpa Rut hafði varla undan að svara spurningum. Við þökkum henni kærlega fyrir heimsóknina og fræðsluna og bendum fólki á Facebook síðu hennar, Heilræði & Lífsstíll og skemmtilegt Snapchat sem hún heldur einnig úti: lifsstillharpa

Á meðfylgjandi mynd eru minniboltastelpur FSU ásamt Hörpu Rut og Hörpu Reynisdóttur, þjálfara sínum. 

Minniboltikv

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©