Frá lokahófi mfl. karla 2017

Grein skrifuð Mánudagur, 01 mai 2017
 

Lokahóf m.fl. karla var haldið sl. laugardag á Hótel Selfossi. Þetta var skemmtileg samkoma, með hefðbundnu sniði, ávarpi formanns, styrktaraðila og einnig komu leikmenn í pontu með góð innlegg.AriG

Hófinu lauk með glæsilegum þriggja rétta kvöldverði að hætti hússins.

En auðvitað var þetta fyrst og fremst uppskeruhátíð þar sem þjálfarar veittu viðurkenningar á báðar hendur.

Þessir fengu viðurkenningar fyrir tímabilið 2016-2017:

Besti leikmaður:

Ari Gylfason

Besti varnarmaður: 

Ari Gylfason

Besti ungi leikmaður: Helgi Jónsson

Mestu framfarir: Jón Jökull Þráinsson

Besti liðsfélaginn: Hlynur Hreinsson

Vinnuhesturinn: Svavar Ingi Stefánsson

Hopmynd

Að ofan, f.v. Gylfi Þorkelsson, formaður, Jose Gonzalez Dantas aðst. þjálfari, Jón Jökull Þráinsson, Ari Gylfason, Hlynur Hreinsson, Eloy Chambrelan þjálfari og Svavar Ingi Stefánsson. Á myndina vantar Helga Jónsson.

 

Styrktar

Að lokinni afhendingu viðurkenninga til leikmanna afhenti formaður félagsins helstu styrktaraðilum þakklætisvott frá félaginu. Ásta Stefánsdóttir bæjarstjóri Árborgar og Tómas Þóroddsson f.h. Kaffi krúsar sýndu félaginu þann heiður að mæta og taka þátt í samkomunni. 

Stærstu styrktaraðilarnir, auk ofantaldra, eru JÁVERK, Hótel Selfoss, Vélsmiðja Suðurlands, Set ehf. og Héraðsskólinn og eiga þessir aðilar von á sendingu á næstu dögum.

 

 

 

 

Svavar Ingi S

Jose, Svavar Ingi Stefánsson og Eloy

 HlynurHr

Jose, Hlynur Hreinsson og Eloy

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©