Landsliðsfólk í heimsókn

Grein skrifuð Fimmtudagur, 06 júlí 2017
 

Einn góðan veðurdag í júní fengu þátttakendur á sumaræfingum FSU-KÖRFU góða heimsókn frá landsliðsfólki í körfubolta. Þau Martin Hermannsson og Hildur Björg Kjartansdóttir litu við á æfingu og spjölluðu við krakkana auk þess að leika sér með þeim í körfubolta.

Allir voru mjög áhugasamir og voru krakkarnir duglegir að spyrja þetta flotta landsliðsfólk okkar spjörunum úr. Þá var farið í skotkeppni, spilaðir leikir og öllum gafst tækifæri á að spila 1 á 1 við þau bæði.

Það er óhætt að segja að heimsóknir eins og þessar gefi mikið fyrir unga iðkendur og gaman þegar svona frábærar fyrirmyndir gefa sér tíma til þess að gefa af sér og deila reynslu sinni með börnunum. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©