Jose leitar á önnur mið

Grein skrifuð Fimmtudagur, 20 júlí 2017
 

Jose Gonzalez Dantas, sem á síðasta keppnistímabili starfaði sem aðstoðarþjálfari í Akademíu FSU og hjá m.fl. karla, auk þess að þjálfa 2 af yngri flokkunum, mun ekki þjálfa áfram hjá félaginu.JoseDantas

Jose bauðst að halda áfram sínu góða starfi hér en ákvað að leita á önnur mið. Hann hefur fengið þjálfarastöðu í heimalandi sínu, Spáni.

FSU-KARFA kveður Jose með söknuði. Hann vann þrotlaust og óeigingjarnt starf fyrir félagið, sinnti styrktarþjálfun og gerði að mörgu leyti kraftaverk í meðferð og uppbyggingu leikmanna sem áttu við meiðsli að stríða.

Ekki síst verður hans saknað af krökkunum sem hann þjálfaði. Jose náði einstaklega vel til þeirra með sinni glaðlegu framkomu, hógværð og hjartahlýju. Þessir persónutöfrar öfluðu honum vináttu og virðingar allra innan félagsins - auk fagmennsku í þjálfarastörfum.

FSU-KARFA þakkar Jose kærlega fyrir framlag hans til félagsins og körfuboltans á Selfossi og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©