Nýr liðsmaður úr Hafnarfirði

Grein skrifuð Föstudagur, 01 september 2017
 

Sigurjón Unnar Ívarsson mun æfa og leika með FSU á komandi keppnistímabili. Sigurjón, sem alinn er upp hjá Haukum, er 17 ára bakvörður og hluti af sterkum aldamótaárgangi þeirra Hafnfirðinga en drengjaflokkur Hauka varð Íslandsmeistari sl. vor, og gott ef ekki bikarmeistari líka.Sigurjon UnnarH17

Sigurjón ákvað að hleypa heimdraganum, er sestur á skólabekk í FSu og sækir þar m.a. kennslustundir í Körfuboltaakademíunni. 

Sigurjón er frískur og efnilegur strákur sem styrkir æfingahópinn og á eftir að auka samkeppni um mínútur í liðinu.

Velkominn, Sigurjón.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©