Jett Speelman mættur til vinnu

Grein skrifuð Tuesday, 12 september 2017
 

Charles Jett Speelman kom til landsins sl. fimmtudag, búinn að taka úr sér ferðahrollinn og tímabeltisþreytuna og farinn að láta til sín taka á æfingum.

Jett er 23 ára gamall Bandaríkjamaður sem útskrifaðist með íþróttafræðigráðuSpeelman.09.17 úr háskóla á síðasta skólaári. Hann er tveggja metra hár, kröftugur framherji með fínar hreyfingar við körfuna og góða stroku fyrir utan teig. 

Síðast en ekki síst er hann dagfarsprúður fyrirmyndarpiltur sem fellur vel inn í þéttan og samheldinn leikmannahóp FSU.

FSU-KARFA óskar honum ánægjulegrar dvalar í sínu fyrsta ferðalagi utan heimalandsins og góðs gengis á körfuboltavellinum. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©