Florijan Jovanov til liðs við FSU

Grein skrifuð Miðvikudagur, 13 september 2017
 

Framherjinn Florijan Jovanov hefur ákveðið að leika með FSU í 1. deild karla á komandi tímabili. Þetta varð ljóst í kjölfar þess að Hrunamenn/Laugdælir drógu lið sitt úr keppni.

Florijan09.17

Florijan er frá Makedóníu en hefur dvalið á Íslandi mörg undanfarin ár. Hann kom upphaflega til Ísafjarðar og lék með KFÍ í nokkur ár en á síðasta keppnistímabili spilaði hann með Hrunamönnum / Laugdælum í 2. deild Íslandsmótsins og var í lykilhlutverki hjá liðinu, sem vann deildina og tryggði sér sæti í 1. deild.

Florijan og eiginkona hans búa og starfa á Laugarvatni, hún í gisti- og veitingastaðnum Héraðsskólanum en hann við þjálfun barna og unglinga á Laugarvatni, í Reykholti í Biskupstungum og á Flúðum í Hrunamannahreppi.

Florijan er 26 ára gamall, tveggja metra hár, öflugur framherji og úrvalsskytta sem styrkir FSU liðið verulega. Með tilkomu hans eru nú 14 leikmenn í harðri keppni um sæti í liðinu og spilatíma.    

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 19th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©