FSU og uppsveitafélögin vinna saman

Grein skrifuð Miðvikudagur, 20 september 2017
 

FSU-KARFA, Umf. Hrunamanna og Umf. Laugdæla hafa ákveðið að efna til samstarfs um uppbyggingu og framgang körfuknattleiks á svæðum þessara félaga. Þetta hefur um hríð verið á umræðustigi, og samstarf milli félaga í sýslunni hefur í mörg ár verið viðhaft með ágætum árangri.

Í kjölfar þess að Hrunamenn/Laugdælir sáu sér ekki fært að tefla fram liði í 1. deild karla var ákveðiið að reyna að formgera samstarfið og koma því á fastari grunn. Í því felst m.a. að Florijan Jovanov, leikmaður Hrunamanna/Laugdæla, spilar með FSU í 1. deild karla auk þess að þjálfa börn og ungmenni í uppsveitum, eins og fram kom í annarri frétt hér á síðunni. Einnig mun FSU leika einhverja af heimaleikjum sínum á Flúðum. 

 

Markmiðið með þessu er að efla körfuboltann á svæðinu, öllum aðilum til hagsbóta, og renna styrkari stoðum undir öflugt starf og öflug keppnislið og ýta enn frekar undir áhuga og tækifæri barna og ungmenna á svæðinu, bæði í afreksstarfi og almennu félagsstarfi.

 

Skýrt markmið er einnig að tefla fram öflugu kvennaliði í náinni framtíð.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Tuesday the 11th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©