Íslandsmótið að hefjast

Grein skrifuð Miðvikudagur, 27 september 2017
 

Íslandsmótið í körfubolta er handan við hornið, aðeins er rúm vika í fyrstu leiki í 1. deild karla og Dominosdeildunum. 

FSU hefur leik á heimavelli í Iðu fimmtudaginn 5. október, á hefðbundnum tíma kl. 19:15, gegn Skallagrími frá Borgarnesi sem féll úr Dominosdeildinni sl. vor. 

Alls eru 9 lið í 1. deild karla og leikin verður þreföld umferð. Það þýðir að gegn 4 af hinum 8 liðunum leikur FSU tvisvar á útivelli en einu sinni á heimavelli en á móti tvisvar á heimavelli en einu sinni á útivelli gegn hinum 4 liðunum. 

Þetta jafnast auðvitað út, þannig að öll liðin leika 24 leiki, 12 heima og 12 úti.

Í vetur er FSU í samstarfi við Laugdæli/Hrunamenn sem drógu lið sitt úr keppni. FSU mun leika tvo af heimaleikjum sínum á Flúðum, gegn Vestra föstudaginn 8. desember kl. 20:00 og gegn Gnúpverjum mánudaginn 19. febrúar kl. 20:00. 

Annars eru flestir heimaleikirnir í Iðu á fimmtudagskvöldum kl. 19:15, eins og verið hefur undanfarin ár. Þó eru tveir leikir í Iðu á öðrum tíma, einn mánudaginn 15. janúar kl. 20:00, gegn Hamri, og einn föstudaginn 16. febrúar kl. 19:15, gegn Vestra.

Alla leikjaniðurröðunina má sjá hér til vinstri á síðunni, undir hnappinum Æfingatímar og leikjadagskrá, eða smella á krækju hér.

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©