FSU fékk heimaleik gegn Grindavík í Maltbikarnum

Grein skrifuð Fimmtudagur, 28 september 2017
 

Dregið var í 32 liða úrslit Maltbikarsins nú í hádeginu. FSU fékk heimaleik að þessu sinni og dróst gegn Dominosdeildarliði Grindavíkur, liðinu sem fór alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn sl. vor.

Það verður spennandi en risastórt verkefni fyrir strákana okkar að glíma við þetta rótgróna og öfluga félag, næstbesta liðið á landinu.

Leikir í 32 liða úrslitum fara fram 14. - 16. október nk. en nánar um dráttinn má sjá hér.

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©