Manuel til Rúmeníu

Grein skrifuð Mánudagur, 02 október 2017
 

Manuel Angel Rodriguez Escudero, aðstoðarþjálfari m.fl. karla og Körfuboltaakademíu FSu, er farinn til Rúmeníu. Hann fékk skyndilega tilboð sl. föstudag um starf aðalþjálfara þar í landi og var farinn af landi brott daginn eftir, enda hefst deildakeppnin í Rúmeníu strax nk. miðvikudag.

Liðið sem Manuel tekur við í Rúmeníu heitir Alba Ilulia og leikur í efstu deild kvenna þar í landi. Því er um að ræða gott tækifæri fyrir hann og skref upp á við á þjálfaraferlinum.

Í samningi Manuels við FSU-KÖRFU var klausa þess efnis að hann gæti losnað ef honum byðist aðalþjálfarastaða annars staðar.

FSU-KARFA þakkar Manuel fyrir góð störf fyrir félagið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni. Þó tíminn hafi verið stuttur setti hann sitt mark á starfið, bæði hjá m.fl. karla og yngriflokkana.

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©