Fyrsti leikur í Iðu fimmtudaginn 5.10. kl. 19.15

Grein skrifuð Miðvikudagur, 04 október 2017
 

Fyrsti leikur FSU á Íslandsmótinu 2017-2018 er heimaleikur gegn Skallagrími annað kvöld, fimmtudaginn 5. október, kl. 19:15 í Iðu.

Körfuboltasambandið hefur gefið út spá þjálfara, forsvarsmanna og fyrirliða félaganna í 1. deild karla um gengi liðanna og skv. henni er Skallagrímur líklegastur til sigurs í deildinni og að fara þar með beinustu leið aftur upp í Dominosdeildina að ári.

Skv. spánni lendir Breiðablik í öðru sæti en FSU í því þriðja. FSU hefur því leik í toppbaráttuslag og verður spennandi að sjá hver staða liðsins er í upphafi móts. 

Það er skammt stórra högga á milli því eftir að hafa heimsótt Snæfell í Stykkishólm mánudaginn 9. október tekur FSU á móti Breiðabliki fimmtudaginn 12. október í Iðu.

Vert er að hvetja sem flesta til að mæta á leikina og hvetja FSU-liðið til dáða. Annars var spáin svohljóðandi:

1. Skallagrímur

2. Breiðablik

3. FSU

4. Hamar

5. Fjölnir

6. Snæfell

7.-8. ÍA

7.-8. Vestri

9. Gnúpverjar

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©