Ennþá vantar herslumuninn

Grein skrifuð Föstudagur, 13 október 2017
 

FSU tók á móti Breiðablik í gær í 3. umferð deildarkeppninnar. FSU hungraðir í fyrsta sigurinn eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum tæpt á meðan Blikar sóttust eftir sínum þriðja sigri.

 

fsu breidablik 021017 3 1

Það var mikill hraði í upphafi leiks og bæði lið að spila góðan sóknarleik. Blikar áttu ennþá eftir að stilla miðið eftir aksturinn yfir heiðina og FSU gekk á lagið og leiddi 7-2 á fyrstu mínútunum. Haukur kom FSU á lagið en hann er óþreyttur við að finna félaga sína með góðum sendingum.

Adam var ekki lengi í paradís og Blikar unnu sig fljótlega inn í leikinn og fór Jeremy Smith fyrir sínum mönnum í upphafi leiks. Í kjölfarið fylgdi Ragnar Jósef sem setti þrjá þrista á skömmum tíma og Blikar leiddu 16-22 við fjórðungaskiptin.

FSU komu einbeittir inn í 2. leikhluta og jöfnuðu leikinn í 27-27 með góðum körfum frá Jett, Hilmi og Jóni Jökli. Jafnræði hélst svo með liðunum þangað til að tvær og hálf mínúta var eftir af fjórðungnum. Þá setti Breiðablik í fluggírinn átti FSU í vandræðum með að stöðva hraðar sóknir gestanna sem enduðu oft með opnu þriggja stiga skoti eftir öflug gegnumbrot. Breiðablik endaði fjórðunginn með 13-3 áhlaupi og fór inn í hálfleikinn með 11 stiga forskot, 34-45.

FSU sýndu oft góða takta í sókninni í fyrri hálfleik og fallegt samspil en áttu erfitt með að hemja Blikanna sem keyrðu upp hraðann og hikuðu ekki við að enda sóknir snemma með þristum, oft með góðum árangri. Miðað við gang leiksins máttu FSU prísa sig sæla að munurinn var ekki meiri en raun bar vitni.

Í seinni hálfleik færðist meiri harka í leikana og var leikurin spilaður meira á hálfum velli. Það virtist henta FSU ágætlega þar sem það dró saman með liðunum þegar leið á og þegar 3. leikhluti var allur munaði aðeins einu stigi á liðunum. 61-62 Breiðablik í vil. Ari, Maciek og Florijan áttu allir virkilega góða spretti í leikhlutanum.

Það var mikil spenna í 4. leikhluta en liðin skiptust á að hafa forystu sem var þó aldrei meiri en þrjú stig þangað til í blálokin. Eftir daramatískar lokasekúndur þá reyndist Breiðablik sterkari þegar upp var staðið og fór heim með sigur í farteskinu. Lokatölur 82-87.

fsu breidablik 021017 34Grátlegt tap staðreynd gegn virkilega vel mönnuðum og vel skipulögðum Blikum. Þrátt fyrir tapið eiga strákarnir skilið mikið hrós fyrir að standa vel saman eftir að það hafi ekki blásið byrlega í fyrri hálfleik. Spilamennskan í seinni hálfleiknum var til fyrirmyndar og það er allt á réttri leið. Hver einn og einasti maður sem spilaði var tilbúinn að sinna sínu hlutverki og allir skiluðu eitthverju í púkkið.

Hjá FSU var Jett atkvæðamestur með 28 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar sem skilaði honum 29 framlagspunktum. Stigaskorið dreifðist drengilega á milli annara leikmanna.

Hjá Breiðablik var Jeremy Smith með 24 stig,  12 fráköst og 6 stoðsendingar. Árni Elmar stýrði spilinu vel og setti körfur á mikilvægum augnablikum. Árni endaði með 23 stig. Ragnar Jósef var svo næstur með 14 stig.

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©