Vestri-FSU í beinni útsendingu í kvöld kl. 19:15

Grein skrifuð Föstudagur, 20 október 2017
 

FSU liðið heldur vestur til Ísafjarðar í dag og leikur þar gegn Vestra kl. 19:15 í 4. umferð 1. deildar karla.

Vestri hefur byrjað vel, unnið báða heimaleiki sína, gegn Snæfelli og Gnúpverjum, en tapaði með 18 stigum fyrir Breiðabliki á útivelli.

FSU hefur aftur á móti tapað fyrstu þremur leikjunum, þar sem vantað hefur herslumuninn í jöfnum og spennandi leikjum.

Það er því kominn tími á sigur okkar manna í kvöld og við sendum þeim góða strauma.

Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu frá sjónvarpi Jakans.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©