Mikilvægur heimaleikur nk. fimmtudag

Grein skrifuð Mánudagur, 23 október 2017
 

Næsti leikur FSU í 1. deild karla er heimaleikur í Iðu nk. fimmtudagskvöld, 26.10.17 kl. 19:15. Gestirnir eru hið baráttuglaða og skemmtilega lið Umf. Gnúpverja.

Gnúpverjar gerðu sér lítið fyrir sl. sunnudag og skelltu Akurnesingum á heimavelli sínum í Fagralundi, 83-80, þar sem bandaríski leikmaðurinn þeirra, Everage Lee Richardson var óstöðvandi með 37 stig, eða 45% allra stiga liðsins.  Þar með eru Gnúpverjar komnir á blað með einn sigurleik.

Sömu sögu er ekki að segja af okkar mönnum, sem töpuðu gegn vel spilandi liði Vestra í síðustu umferð á Ísafirði, og hafa því enn ekki unnið leik, sem er sannarlega ekki skv. áætlunum og markmiðum liðsins fyrir mót. Eitthvert andleysi svífur yfir vötnum, og það þarf að laga til að breyta gengi liðsins. 

Leikmenn og þjálfari gera sér vel grein fyrir þessu og má því vænta skemmtunar nk. fimmtudag í jöfnum og spennandi leik. Gnúpverjar eru skeinuhættir og verða ekki lagðir að velli nema með fullri einbeitingu allra sem að liðinu koma.

Þar á meðal eru stuðningsmenn á áhorfendapöllunum og er hér með skorað á þá alla að hjálpa liðinu að yfirstíga þann þröskuld sem reynst hefur hindrun hingað til.

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©