FSU-KARFA ræður nýjan aðstoðarþjálfara

Grein skrifuð Mánudagur, 23 október 2017
 

FSU hefur ráðið til starfa nýjan þjálfara í staðinn fyrir Manuel Angel Rodriguez Escudero, sem lét af störfum fyrir hálfum mánuði og tók við kvennaliði í Rúmeníu. Nýi þjálfarinn heitir Iván Euginio Guerrero og er 24 ára Argentínumaður með spænskt vegabréf.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Iván töluverða menntun og reynslu við þjálfun. Hann hefur frá 2012 mest starfað fyrir Club Peñarol of Mar del Plata í Argentínu og þjálfað barna ogGuerrero unglingalið bæði drengja og stúlkna, auk þess að starfa bæði sem aðalþjálfari hjá U-21 og U-19 ára liðum kvenna og aðstoðarþjálfari í efstu deild kvenna.

Iván kemur til landsins annað kvöld og tekur strax til óspilltra málanna. Hann verður aðstoðarþjálfari í Akademíu FSu og hjá m.fl. karla, þar sem hann mun m.a. sjá um styrktarþjálfun leikmanna. 

Auk þessa verður Iván lykilmaður í öflugu þjálfarateymi í yngriflokkastarfi félagsins undir styrkri stjórn Karls Ágústs Hannibalssonar. 

Ekki hefur verið hlaupið að því að finna þjáflara á þessum tíma en Iván fær mjög góð meðmæli og höfum við til hans miklar væntingar. 

Við bjóðum Iván Guerrero velkominn til starfa hjá FSU-KÖRFU.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©