Erfiður biti að kyngja

Grein skrifuð Föstudagur, 27 október 2017
 

FSU tók á móti Gnúpverjum í 1. deild karla í gærkvöldi. Gestirnir leiddu mest allan leikinn og þó heimamenn jöfnuðu með mikilli baráttu 66-66 og kæmust yfir 75-73 stuttu seinna, og fengju í kjölfarið tækifæri til að auka muninn og leggja grunn að fyrsta sigrinum, þá reyndust þeir sjálfum sér verstir og glutruðu tækifærinu með slæmum ákvörðunum í sókninni þannig að Gnúpverjar fengu auðveldar körfur á silfurfati, sem riðu baggamuninn, og unnu að lokum með 9 stiga mun, 87-96.

Það verður ekki af neinum í FSU liðinu tekið að baráttuhugurinn var til staðar. Allir leikmennirnir voru sér meðvitaðir um að andleysi og doði myndi engu skila og lögðu sig 100% fram, jafnvel 150%. En stundum virtist lánleysið bara elta og þegar Liðið.fsu gnupverjar 261017 75eldmóður og barátta skilar ekki árangri, þá virðist brekkan einhvern veginn vera brattari en hún er.

FSU liðið var með betri skotnýtingu, betri vítanýtingu og tók fleiri fráköst en Gnúpverjar. Og þó þriggjastiganýting heimamanna hafi verið óvenjuslök, eða 20%, þá hittu gestirnir aðeins 13% fyrir utan línuna. Að þessu gefnu, og að Gnúpverjar eru með mun lágvaxnara lið, hefði mátt ætla að heimamenn gætu átt nokkuð náðugan dag, pakkað bara í teiginn í vörninni og leyft gestunum að skjóta nokkurnveginn að vild fyrir utan en dæla boltanum að sama skapi látlaust inn í teig í sókninni. Því var ekki að heilsa og Gnúpverjar skorðuð 16 stigum meira en við inni í teig!!! Þarna er eitt augljóst JónJ.fsu gnupverjar 261017 81rannsóknarefni fyrir þjálfarateymið. 

Annað vandamál heimamanna voru tapaðir boltar, alls 23 í leiknum, 23 glötuð sóknarfæri, heil 29 stig m.v. 63% skotnýtingu liðsins af tveggjastigafæri. Gnúpverjar töpuðu aðeins 10 boltum, eða tækifærum á tæpum 13 stigum með sömu reikningskúnstum.

Það er erfitt að tapa leik eftir leik, ekki síst þegar raunhæfar væntingarnar eru um annað og getan sannarlega til staðar. Leikmenn berjast eins og ljón á æfingum en sjálfstraustið er ekki nægt þegar á reynir. Baráttuhuginn skorti sannarlega ekki í gær og rétt að taka ofan hatt, leikmönnum til heiðurs, hvað það varðar. 

Það hafði sín áhrif að Maciek var rekinn í sturtu fyrir að snúa sér eftir sóknarfrákast, mjög aðþrengdur af tveimur, og reka um leið olnbogann eitthvað í andlitið á öðrum þeirra, sem hrundi fyrst í gólfið en stóð fljótt upp aftur og gat ómögulega leynt gleði sinni lengi á eftir með þetta magnaða afrek sitt. Sómi að því.

Að öðru leyti eru Gnúpverjar mikið stemmningslið og þó einn maður sjái að mestu um sóknarleikinn og hafi skorað 49% af öllum stigunum, þá gefa allir hinir sannarlega líf og sál í verkefnið og sú blanda virkar ljómandi vel.

Ari Gylfason skoraði 27 stig, tók 11 fráköst og skilaði 26 framlagspunktum, og fór fyrir FSU liðinu með frábæru fordæmi, skildi sannarlega allt sitt eftir á gólfinu. Ari2.fsu gnupverjar 261017 51Það gerðu fleiri leikmenn, og þó margt hafi ekki gengið upp eins og til var sáð, var hugarfarið vakandi. Jett Speelman endaði með 20 stig og tók 13 fráköst en meira hefði mátt koma út úr honum, því enginn úr liði andstæðinganna hefur hæð, kraft eða hraða til jafns við hann. 

Florijan skoraði 13 stig, Haukur var með 10 og 7 stoðsendingar, Maciek 6, Hlynur 5 og 4 fráköst, Svavar 4 og Sveinn Hafsteinn 2 stig.

Næsti leikur er gegn Fjölni heima í Iðu fimmtudaginn 2. nóvember. Með saamheldni og sama baráttuanda og í gær er hægt að vinna þann leik. 

ÁFRAM FSU.

Myndasafn Björgvins Valentínusarsonar úr leiknum má nálgast hér.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Friday the 22nd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©