Breytingar hjá FSU

Grein skrifuð Föstudagur, 03 nóvember 2017
 

Stjórn FSU-KÖRFU tók þá ákvörðun í dag að aðalþjálfari félagsins, Eloy Doce Chambrelan, myndi hætta störfum. Gengi m.fl. karla í 1. deild Íslandsmótsins hefur ekki verið skv. væntingum og þrátt fyrir ákveðnar breytingar og heiðarlegar tilraunir af allra hálfu til að snúa gengi liðsins við hefur það ekki tekist.

Það er trú stjórnar að nú hafi verið nauðsynlegt að stíga stærra skref og þetta var niðurstaðan.

FSU kveður Eloy með söknuði. Persónuleiki hans utan vallar og fagmennska fram í fingurgóma í störfum fyrir félagið er til eftirbreytni, hvort sem er í meistaraflokki, Akademíunni eða við yngriflokkaþjálfun. Félagið þakkar honum af heilum hug fyrir störf sín og samveru undanfarið rúmt ár og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.

Ákveðið hefur verið að Karl Ágúst Hannibalsson taki við stjórn liðsins og undirbúningi þess fyrir næsta leik, sem er gegn Hamri í Hveragerði eftir viku. Honum til aðstoðar verður sem fyrr Iván Guerrero.

Framhaldið fer nú í vinnslu en vonast er til að ákvörðun um það hver klárar tímabilið með FSU-liðið liggi fyrir í næstu viku.

 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Wednesday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©