Nágrannaslagur á föstudaginn

Grein skrifuð Miðvikudagur, 08 nóvember 2017
 

FSU mætir Hamri í Hveragerði næstkomandi föstudag kl. 19:15 í 1. deild karla. Leikir þessara liða hafa alltaf verið skemmtilegir og oftast spennandi og vonandi verður svo einnig nú.

Hamar hefur unnið 2 leiki af 5 í deildinni hingað til, m.a. var hann fyrstur liða til að skella Breiðabliki, á heimavelli sínum í næst síðustu umferð, en FSU stefnir enn á sinn fyrsta sigur. Það er því full ástæða fyrir ykkur, ágætu stuðningsmenn, að gera ykkur föstudagsferð til Hveragerðis, svona í lok vinnuvikunnar. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©