Körfukrakkafjör á Flúðum á föstudaginn

Grein skrifuð Miðvikudagur, 06 desember 2017
 

Á föstudaginn verður körfuboltafjör fyrir krakkana í íþróttahúsinu á Flúðum. Fjörið hefst kl. 17:30 og endar á leik FSU og Vestra sem hefst kl. 20:00 um kvöldið.

Það verða ekki hefðbundnar æfingar á þessum tíma, heldur munu yngri iðkendur FSU, Hrunamanna, Laugdæla og Biskupstungna leika sér saman í körfu, spila nokkra leiki og reyna sig í skot- og knattþrautum frá kl. 17:30 - 19:00

Að krakkafjörinu loknu kl. 19:00 verða Dominos-pizzur í boði (200 kr. sneiðin) og dagskránni lýkur svo með leik FSU og Vestra í 1. deild karla.

Leik lýkur um 21:30 og þá halda allir kátir heim á leið.

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©