Opið hús og nágrannaslagur

Grein skrifuð Sunnudagur, 14 janúar 2018
 

Á morgun, mánudaginn 15. janúar, verður „opið hús“ í Iðu frá kl. 16:30-18:00. Þá verða ekki hefðbundnar æfingar hjá hverjum aldursflokki fyrir sig, heldur geta allir komið þegar þeim hentar og leikið sér í körfubolta. Iðkendur eru hvattir til að bjóða gestum að koma með og prófa að leika sér í körfu. Leikmenn meistaraflokks verða á staðnum og munu taka þátt í fjörinu.

Klukkan 20:00 hefst svo í Iðu nágrannaslagur FSU og Hamars í 1. deild karla. Leikir þessara liða eru alltaf jafnir og spennandi og góð skemmtun. Um að gera að fjölmenna í Iðu og sjá skemmtilegan körfuboltaleik, fyrsta heimaleik FSU á nýju ári og jafnframt fyrsta leik Antowine Lamb í Iðu.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Monday the 18th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©