Enn vantar síðasta naglhöggið

Grein skrifuð Tuesday, 16 janúar 2018
 

FSU og Hamar áttust við í Iðu í gærkvöldi. Eins og jafnan þegar þessi lið mætast var leikurinn jafn og spennandi en ekki tókst okkar mönnum að klára dæmið, heldur þurftu að sætta sig við 2 stiga tap, 90-92. Þetta er orðin sagan endalausa hjá liðinu í vetur: Flestir leikir jafnir og bullandi tækifæri til að vinna en ekki tekist.

Hamar var oftast sjónarmun á undan en í þriðja leikhluta náði FSU góðum kafla og tók forystuna. Síðustu mínúturnar voru spennandi en Hamar náði 5 stigafsu hamar 150118 53 forystu, 85-90 þegar lítið var eftir og heimaliðinu tókst ekki að brúa það bil að fullu, þrátt fyrir góðan vilja og mikla baráttu.

Mikil batamerki er að sjá á spilamennsku FSU. Að þessu sinni vannst frákastabaráttan auðveldlega, 48-34 og skotnýtingin var nánast jöfn, 46%-47%. Varnarleikurinn var betri einn á einn en sést hefur en enn vantar upp á liðsvörnina, sérstaklega aðra hjálp. Það reyndist dýrkeypt í lokafjórðungnum því miðherji Hamars skoraði einn og óvaldaður úr hverju sniðskotinu á fætur öðru þegar miðherji FSU steig upp í hjálp á boltaskríni á vítalínu. 

Þó almennt megi segja að dómgæslan í 1. deildinni í vetur hafi verið arfaslök þá tók eiginlega steininn úr í þessum leik, því annað liðið var krafið um "leik án snertingar" á meðan hitt gat leyft sér að ganga "eins langt og dómarinn leyfði" út um allan völl. Sem var býsna langt. Ójafnvægið kristallast best á tölfræðiskýrslunni í því að 6 leikmenn Hamars fengu samtals 25 vítaskot í leiknum en einungis 2 leikmenn FSU nutu þeirrar náðar að fsu hamar 150118 8fara á línuna til að skjóta 9 vítaskotum. Að Antowine Lamb fengi bara tvær villur dæmdar í öllum leiknum í skotum undir körfunni, 4 vítaskot, var með hreinum ólíkindum. Bara furðulegt. Fyrir utan aðra pústra á menn í knattraki sem misrúmt leyfi var fyrir. Bandaríkjamennirnir 2 í liði Hamars skutu samtals 18 vítaskotum, sjálfsagt að mestu verðskuldað, en það er grundvallarkrafa að jafnræðis sé gætt þegar línur eru lagðar um leyfileg mörk.

Hjá Hamri voru Bandaríkjamennirnir tveir bestir, Thomas með 18 stig, 9 fráköst, 7 stoðsendingar og 26 framlagsstig en Nelson skoraði 20 stig og tók 5 fráköst. Strasunkas gerði vel að rúlla að körfunni og setja niður sniðskotin sem hann fékk á færibandi, 16 stig úr 10 skotum. Smári Hrafnsson hitti vel, 4/5 í þristum, og 14 stig, flest í upphafi leiks, og Ísak Sigurðarson var lipur í hreyfingum með 10 stig. 

Í okkar liði var Antowine Lamb öflugur með 26 stig og 17 fráköst, 32 í framlag og gerbreytir liðsmynstrinu, sérstaklega fráköstunum, eins og vonast var til með ráðningu hans. Ari Gylfason var líka mjög góður með 25 stig og 9 fráköst, 22 ífsu hamar 150118 51 framlag. 7 sóknarfráköst eru lýsandi fyrir óbilandi baráttuþrek hans.

Florijan Jovanov skoraði 15 stig og tók 5 fráköst, 16 framlagsstig, og hefði að ósekju mátt leita meira að honum í sókninni því hann var vel heitur fyrir utan þriggjastigalínuna með 3/5.

Hlynur Hreinsson skoraði 8 stig og gaf 6 stoðsendingar en miðið var vanstill að þessu sinni og 0/10 í opnum þristum sem hann hittir reglulega úr alla daga vikunnar gæti hafa verið kornið sem vantaði til að fylla mælinn. Þó ekki hefðu nema 2-3 dottið af þessum, hvað þá 4-5, sem er eðlileg nýting hjá þessari annars góðu skyttu.

Haukur Hreinsson komst vel frá sínu með 5 stig, 3 frk. og 4 sts. og góða skotnýtingu. Maciek skoarði 6 stig og tók 4 fráköst á tæpum 11 mínútum, Birkir Víðisson skoraði 3 og Sveinn Hafsteinn 2 stig. 

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©