Skagamenn væntanlegir í Iðu

Grein skrifuð Tuesday, 23 janúar 2018
 

Næstkomandi fimmtudag, 25. janúar kl. 19:15, hefst leikur FSU gegn ÍA í Iðu. FSU náði að knýja fram sigur eftir nokkuð jafnan leik á Akranesi í haust, en þessi lið eru á sömu slóðum við botn deildarinnar.

Skagamenn hafa enn ekki unnið leik í deildinni og því er von á að hvert rúm á Kútter Haraldi verði vel skipað og róið fast á fengsæl mið. Stýrimaðurinn á dallinum, Marcus Levi Dewberry, er smár en knár og setti m.a. 42 stig á Vestra um daginn auk þess að rífa til sín 10 fráköst. Það verður ekkert grín að stoppa hann.

FSU liðið hefur bætt sig hægt og bítandi og var hársbreidd frá sigri bæði gegn Fjölni á útivelli í upphafi mánaðarins og gegn toppliði Hamars í síðasta heimaleik. 

Nú þarf liðið á stuðningi að halda og jákvæðri orku úr stúkunni til að koma sér á beinu brautina. ÁFRAM FSU!!!

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©