FSU skrefinu á eftir Skallagrími

Grein skrifuð Tuesday, 30 janúar 2018
 

FSU var skrefinu á eftir Skallagrími í leik liðanna, sem fram fór í Borgarnesi í gærkvöldi. Heimaliðið var betri aðilinn í viðureigninni og vann sanngjarnan 7 stiga sigur, 95-88, eftir að hafa náð mest 22 stiga forystu, 72-50, í þriðja fjórðung.

Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar og FSU leiddi 10-11 eftir 4 mínútur. Þremur mínútum seinna hafði Skallagrímur náð 11 stiga forystu, 25-14, og það varðfsu hamar 150118 26 hlutskipti okkar manna að elta allar götur síðan. Munurinn rokkaði frá 5 stigum og upp í 11 fram að hálfleik. Eftir fyrsta fjórðung leiddi Skallagrímur 27-22, og í öðrum hluta var svipað uppi á teningnum; 37-27, stuttu síðar 37-32 en 48-37 í hálfleik.

Eftir 3 mín. í þriðja fjórðung munaði 6 stigum, 52-46, en Skallarnir hertu þá tökin og náðu mest 22 stiga forystu í leikhlutanum, eins og fyrr greinir. Sú ánægjulega breyting hefur orðið að FSU-liðið brotnaði ekki við þessar aðstæður, heldur beit í skjaldarrendur og minnkaði muninn í 13 stig fyrir síðasta leikhlutann, 76-63.

Þegar 5 mínútur lifðu leiks munaði 16 stigum, 86-70, en þvert á hefðir í vetur vann FSU síðustu mínúturnar í leiknum, skoraði 7 stig í röð, 86-77, og allt í einu var þetta orðinn leikur! FSU náði að minnka muninn í 6 stig og enn nógur tími til ævintýra. En þá fékk Lamb sína 5. villu - og stimplaði sig svo út með tæknivillu - og þar með var draumurinn úti, Skallagrímur hélt sjó og vann verðskuldaðan sigur.

Fjórir leikmenn báru uppi Skallagrímsliðið. Kristófer Gíslason, með 31 stig, 7 fráköst og 34 framlagspunkta, og Eyjólfur Halldórsson með þrefalda tvennu, 11 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar, voru þeirra bestir en Aaron Parks með 25 stig, fsu hamar 150118 465 fráköst og 6 stoðsendingar og ekki síður Darrell Flake með 10 stig og 9 fráköst, lögðu þung lóð á vogarskálarnar. Aðrir leikmenn Skallagríms skiluðu sínum hlutverkum vel þó tölurnar séu ekki endilega svimandi háar. Liðið er vel þjálfað og skipulagt, liðsheildin og stemmningin mjög góð hjá Finni þjálfara.

Hjá FSU var Ari öflugur að vanda, með 23 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar, góða skotnýtingu og 23 í framlag, en ekki síður ósérhlífni og ódrepandi dugnað. Sömu sögu má segja af Hlyni, sem skilaði 20 stigum, 7 stoðsendingum og 17 framlagspunktum. Lamb var því miður ekki með nema u.þ.b. af hálfum huga, bæði í villu- og  ýmsum öðrum vandræðum, með aðeins 14 stig og 9 fráköst, og munaði um minna.

Að öðru leyti lögðu menn sig alla fram, liðsheildin sneri vonlítilli stöðu í jafnan leik þó ekki hafi dugað til sigurs. Florijan var með 11 stig og 10 fráköst, Haukur 8 stig og 7 fráköst, Bjarni með 8 stig og úrvals skotnýtingu, Maciek skilaði 4 stigum, 3 frk. og 2 stoðs., Sveinn Hafsteinn 2 frk. og 4 sts. 

Næsta verkefni er útileikur gegn Snæfelli í Stykkishólmi nk. sunnudag, 4. febrúar,  kl. 15:00

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©