Aðalfundur FSU-KÖRFU 2018

Grein skrifuð Fimmtudagur, 22 mars 2018
 

Aðalfundur Körfuknattleiksfélags FSU verður haldinn fimmtudaginn 05.04. 2018 kl. 20:00, í Iðu, Tryggvagötu 25, Selfossi.

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf, skv. lögum félagsins.

Allir félagar og velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemina og stöðu mála - og að láta sig varða stefnumótun félagsins til framtíðar.

Stjórnin

Tillögur að lagabreytingum sem liggja fyrir fundinum (Brottfelldur texti yfirstrikaður. Nýr texti skáletraður):

Lög Körfuknattleiksfélags FSU Selfoss.

                Félagið heitir Körfuknattleiksfélag FSU Selfoss, skammstafað FSU SELFOSS-KARFA. Heimili og varnarþing er í Iðu, íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlandsíþróttahúsi Vallaskóla, Selfossi.

3. gr.

Markmið félagsins er að veita iðkendum körfubolta í Árborg tækifæri til að stunda íþrótt sína og ennfremur að gefa þeim möguleika á að keppa á viðurkenndum mótum innan íþróttahreyfingarinnar. Einnig að starfrækja körfuboltaakademíu í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands og, eftir atvikum, nágrannafélögin í Árnessýslu.

5. gr.

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfundur er öllum opinn. Aðalfund skal halda ekki síðar en í apríl ár hvert. Boða skal til fundar með minnst 14 daga fyrirvara, með auglýsingun í héraðsfréttablöðum auglýsingu á opinberum vettvangi. Í auglýsingu skal dagskrá fundarins koma fram. Fundurinn er lögmætur ef löglega hefur verið til hans boðað. Atkvæðisrétt og kjörgengi hafa eingöngu skráðir félagar 16 ára á árinu og eldri.

8. gr.

Dagskrá aðalfundar.

 

6. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir endurskoðaða skoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði.

 

8. Kosning stjórnar

a. Kosning formanns

b. Kosning fjögurra sex annarra aðalmanna stjórnarmanna.

c. Kosning tveggja varamanna

9. gr.

Stjórn félagsins er skipuð 7 einstaklingum, formanni, gjaldkera, ritara og tveimur fjórum meðstjórnendum. sem skipa aðalstjórn, og tveim til vara. Formaður er kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar. Aldrei skulu fleiri en fjórir ganga úr stjórn í einu. Stjórn er æðsti aðili félagsins milli aðalfunda. Stjórn skal sjá til þess að starfandi séu meistaraflokksrá, akademíuráð og yngriflokkaráð. Meistaraflokksráð heldur utan um starf meistaraflokka félagsins í samstarfi við stjórn. Akademíuráð heldur utan um starf körfuboltaakademíu félagsins í samráði við stjórn. Yngriflokkaráð hefur umsjón með yngriflokkastarfinu og ber ábyrgð á því að foreldraráð starfi fyrir hvern keppnishóp.

10. gr.

Tillögu um að leggja félagið niður má aðeins taka fyrir á aðalfundi og þarf minnst ¾ hluta atkvæða til samþykktar. Eignir félagsins skulu þá renna til Fjölbrautaskóla Suðurlands Sveitarfélagsins Árborgar. Auglýsa skal tillögu til félagsslita í fundarboði.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©