Hlynur bestur

Grein skrifuð Tuesday, 15 mai 2018
 

Lokahóf Selfoss-Körfu í m.fl. karla var haldið sl. laugardag, 12. maí, í Hótel Selfossi, sem er einn mikilvægasti styrktaraðili félagsins. Eftir góðan mat og fáar, stuttar og hnitmiðaðar ræður kom að hápunktinum þegar þjálfari liðsins, Karl Ágúst Hannibalsson, tilkynnti um verðlaunahafa.

Fyrstur var kallaður upp Sveinn Hafsteinn Gunnarsson sem fékk verðlaun fyrir mestu framfarir innan hópsins. Svenni er algert gull í hópi, ósérhlífinn, jákvæður og skemmtilegur.Lokahóf.Hlynur

Næst var kallað í Florijan Jovanov en hann var valinn besti sóknarmaðurinn. Florijan er atvinnumaður fram í fingurgóma og alltaf hægt að reiða sig á stig og framlag frá honum.

Þá var komið að Ara Gylfasyni sem fékk nafnbótina besti varnarmaðurinn. Ari er orðinn gamalgróinn innan liðsins og hefur verið kjölfestan þar um margra ára skeið.

Að lokum var tilkynnt um val á besta leikmanninum. Það var Hlynur Hreinsson, sem átti stigvaxandi tímabil og mikilvægi hans fyrir liðið var augljóst, því oftar en ekki hrundi sóknarleikur þess þegar hann var hvíldur á bekknum. Það má segja að eitt það ánægjulegasta, af fáum sólargeislum í vetur, hafi verið uppgangur Hlyns, sem sýndi að hann er kominn út úr dimmum meiðslagöngum eftir þriggja ára erfitt ferðalag og tilbúinn að róa á dýpri mið, eins og hann hyggst gera næsta vetur. 

TIl hamingju strákar, og takk fyrir veturinn.

Lokahóf.Svenni

Lokahóf.Florijan

Lokahóf.Ari

Lokahóf.Allir

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©