Karl Ágúst tekur við Akademíunni

Grein skrifuð Tuesday, 15 mai 2018
 

Á lokahófi Selfoss-Körfu sl. laugardag var tilkynnt um ráðningu Kárls Ágústs Hannibalssonar sem yfirþjálfara í Akademíu Selfoss-Körfu við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

Eins og greint hefur verið frá á þessum vettvangi verða breytingar á akademíunni. Þar munu Selfoss, Hrunamenn, Hamar og Þór Þorl. sameinast um keppnislið í stúlkna- og drengjaflokki undir nafni FSU. Í Akademíunni verða tveir kynjaskiptirLokahóf.Kalli 2 hópar á aðskildum æfingum í nýrri og endurbættri aðstöðu í Íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi.

Karl Ágúst, sem er hámenntaður íþróttafræðingur, hefur séð um yngriflokkastarfið á Selfossi undanfarin ár með eftirtektarverðum árangri. Hann verður áfram yfirþjálfari yngriflokkastarfsins og þjálfa nokkra flokka en hans aðalstarf verður stjórnun, þjálfun og kennsla í Akademíunni. Honum til aðstoðar þar verður Chris Caird sem nýverið var kynntur sem aðalþjálfari m.fl. karla á Selfossi.

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©