Árborg endurnýjar myndarlegan styrktarsamning

Grein skrifuð Tuesday, 15 mai 2018
 

Sveitarfélagið Árborg hefur endurnýjað þjónustusamning sinn við körfuboltann á Selfossi. Árborg er langöflugasti styrktaraðili félagsins og nýi samningurinn var ekki til að draga úr því.

Það var Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sv.fél. Árborgar sem skrifaði undir samninginn ásamt Gylfa Þorkelssyni, formanni félagsins. Ásta þáði boð um að vera gestur á lokahófi m.fl. karla og var ákveðið að nýta tækifærið til að skrifa undir ogLokahóf.Ásta hátíðarklæðnaðinn til að taka mynd af viðburðinum.

Eins og kunnugt er færir félagið starfsemi sína úr Iðu í Íþróttahús Vallaskóla og í samningnum er það staðfest að þar verði heimili og heimavöllur félagsins næstu árin. Einnig mun sveitarfélagið kosta endurbætur á íþróttahúsinu fyrir körfubolta, m.a. skipta um körfur og mála gólfið. Að endurbótum loknum verður „Gjáin“ glæsilegt körfuboltahús þar sem gaman verður að æfa, keppa - og horfa á þessa „móður allra íþrótta“.

Takk fyrir okkur, sveitarstjórn Árborgar.

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©