Björn Ásgeir semur við Selfoss

Grein skrifuð Tuesday, 15 mai 2018
 

Björn Ásgeir Ásgeirsson hefur skrifað undir samning um að æfa og leika með Selfossliðinu næsta keppnistímabil. Þetta er sannkallaður hvalreki fyrir félagið, enda er Björn Ásgeir einn af efnilegri leikmönnum sinnar kynslóðar.

Björn er alinn upp í Hveragerði en söðlaði um á síðasta tímabili og flutti vestur á Ísafjörð þar sem hann lék við góðan orðstír með Vestra, átti marga frábæra leiki og var einn af bestu mönnum liðsins sem var í toppbaráttu 1. deildar.BjörnÁsgeirV18

Árin á undan var hann í Akademíu FSu og endurnýjar nú kynni sín við hana. Selfossliðið væntir mikils af Birni og er hans hlutverk að fylla skarð Hlyns Hreinssonar í stöðu leikstjórnanda.

Björn Ásgeir er gríðarlega duglegur og metnaðarfullur leikmaður, einn af þeim ómetanlegu sem finnst ekki síður skemmtilegt að spila vörn en sókn. Enda hefur hann fengið þann stimpil að vera úrvalsvarnarmaður. Á myndinni má sjá Björn Ásgeir og Chris Caird, nýráðinn þjálfara liðsins, handsala samstarfið, eftir undirritun leikmannasamnings í dag.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©