Nýr bakvörður styrkir hópinn

Grein skrifuð Mánudagur, 21 mai 2018
 

Selfoss-Karfa hefur gert samkomulag við Matej Delinac um að hann leiki með félaginu í 1. deild á næsta tímabili. Um er að ræða líkamlega sterkan bakvörð sem getur spilað stöður 1, 2 og 3.

Delinac lék með Chris Caird á seinna ári hans í Marshalltown community college í BNA. Þaðan lá leið Chris í Drake University en Delinac fór í Slippery Rock University og síðar Peru State University.Matej Delinac

Hjá Marshalltown skoraði hann 12 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali í leik og hækkaði þær tölur í 13,6 stig og 5,2 fráköst hjá Peru State.

Með þessari viðbót vonast félagið til að hafa á að skipa nægilega sterkri bakvarðasveit til að geta veitt sterkari liðunum í deildinni samkeppni.

Krækja á myndband af leikmanninum fylgir hér með:

https://www.youtube.com/watch?v=j9pCPgLS80k&feature=youtu.be

 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©