Nýr liðsmaður

Grein skrifuð Laugardagur, 02 júní 2018
 

Samuel Johnson er nýjasti liðsmaður Selfoss-Körfu. Hann verður hluti af þjálfarateymi félagsins og mun einnig æfa og leika með liðinu í 1. deild karla. Sam er flinkur leikstjórnandi með gott skot og sendingahæfni.

Með þessari viðbót er kominn 10 manna nokkuð þéttur kjarni leikmanna til liðsins, en enn vantar nokkur púsl til að fullgera mynd af æfingahópi sem getur keppt umSamJohnson sæti í liðinu og mínútur á vellinum. Unnið er í því á fullu þessa dagana og stefnt er að því að hafa línur skýrar og fullgerða mynd ekki seinna en í lok næstu viku.

Annars er það að frétta að framkvæmdir við andlitslyftingu framtíðar heimavallar Selfoss, íþróttahús Vallaskóla á Selfossi, hefjast eftir helgi en skipta á um allar körfur í húsinu, og bæta við einu setti, þannig að þrír vellir verði þvert á íþróttasalinn og 8 gæðakörfur í húsinu. Einnig á að slípa upp gólfið og mála að nýju með áherslu á körfuboltavöllinn, í litum Selfoss-Körfu, svörtu, hvítu og gylltu.

Aðstæður verða því allar hinar bestu og umgjörðin glæsileg. Auk Selfoss munu kvenna- og karlalið FSU-Akademíu æfa og spila heimaleiki sína í „Gjánni“.

Tengill á myndbrot úr leik með Sam Johnson er hér. 

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©