Selfoss semur við Bandaríkjamann

Grein skrifuð Mánudagur, 04 júní 2018
 

Selfoss-Karfa hefur samið við Bandaríkjamanninn Julius Brooks um að leika fyrir félagið í 1. deild karla á komandi tímabili. Brooks er 27 ára gamall, 206 sm (6'9") öflugur framherji með töluverða reynslu af atvinnumennsku utan heimalandsins.

Brooks lék frá 2009-2013 með Loyola University í Maryland, sem er D1 skóli, en hefur síðan spilað m.a. í Þýskalandi, Mexikó, Eistlandi og Lettlandi. Til Íslands kemur hannJulius Brooks síðsumars í topp leikformi frá Ástralíu. 

Vonandi nær leikmaðurinn að setja mark sitt á 1. deildina og hjálpa Selfossliðinu að bæta árangur sinn frá síðustu tímabilum. Tenglar á valda kafla frá ferli Brooks eru meðfylgjandi:

Loyola University

Eistland

Lettland

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©