Haukur Hlíðar á Selfoss

Grein skrifuð Mánudagur, 25 júní 2018
 

Haukur Hlíðar Ásbjarnarson skrifaði í dag undir leikmannasamning á Selfossi og bætist í þéttan hóp ungra og áhugasamra stráka sem keppa um stöður og leikmínútur hjá félaginu í 1. deild karla á næsta keppnistímabili.

Haukur er á 22. aldursári og frá Sauðárkróki. Hann spilaði tímabilið 2016-2017 stóra rullu í sterku Haukurunglingaflokksliði Tindastóls sem lék þá til úrslita um bikarinn. Hann er kraftmikill íþróttamaður, góður í gegnumbrotum og að klára færin við hringinn, góður skotmaður að auki og getur af þeim sökum valdið varnarmönnum höfuðverk.  

Haukur skoraði um 15 stig að meðaltali í unglingaflokki á síðasta ári sínu og ætlar nú að reyna fyrir sér í 1. deildinni.

Vertu velkominn á Selfoss, Haukur Hlíðar.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©