Elvar Ingi bætist í hópinn

Grein skrifuð Sunnudagur, 01 júlí 2018
 

Elvar Ingi Hjartarson gekk til liðs við Selfoss í dag og skrifaði undir eins árs leikmannasamning. Elvar er fjórði Skagfirðingurinn sem bætist í hópinn í sumar og munu þeir allir sóma sér vel í liðsheild byggða upp á ungum og efnilegum íslenskum leikmönnum.

Elvar er 19 ára gamall og hefur getið sér gott orð með unglingaflokksliði Tindastóls, skorari af guðs náð sem setti 40 stig í einhverjum leikjum unglingaflokks og oft Elvarmeira en 30. Hann getur bæði skotið af löngu færi og skorað með fjölbreyttum hætti nálægt körfunni, er mikill íþróttamaður og öflugur, ágengur varnarmaður.

Elvar mun nú fá tækifæri til að sanna sig í meistaraflokki og styrkja leikmannahópinn verulega á Selfossi. 

Félagið er stolt af því að hafa nú sem endranær innan sinna raða svo marga unga og áhugasama íslenska stráka og mun halda áfram að gefa þeim nauðsynleg tækifæri til að sanna sig.

Velkominn, Elvar Ingi!

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Thursday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©