Marín og Maciej til Solna.

Grein skrifuð Miðvikudagur, 10 apríl 2013
 

Tveir iðkendur úr körfuboltaakademíu FSu hafa verið valin til að spila fyrir hönd Íslands á Norðurlandamóti yngri landsliða sem fer fram í Solna í Svíþjóð þann 8.maí næstkomandi. 

Marín Laufey Davíðsdóttir hefur verið valin í U18 lið kvenna en Marín hefur lagt mikið á sig við æfingar í akademíunni auk þess sem hún hefur staðið í ströngu með kvennaliði Hamars frá Hveragerði í vetur.

Maciej Klimaszewski hefur verið valinn í u18 lið karla. Maciej hefur verið duglegur á æfingum með akademíunni í vetur og einnig hefur hann verið að taka miklum framförum með karlaliði Fsu.

Starfsfólk Akademíunnar óskar þeim góðum góðs gengis og erum við rosalega stolt af þeim báðum.

Áfram Ísland.U18kvkNM2012lidsmynd

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Monday the 18th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©