Fleiri leikmenn bætast í hópinn.

Grein skrifuð Sunnudagur, 28 apríl 2013
 
hlynur in game 2307445 10200557528244221 99708221 nTveir leikmenn hafa bæst í hópinn hjá FSu fyrir næsta tímabil. 
Hlynur Hreinsson hefur fært sig um set en hann lék með KFÍ á síðasta tímabili þar sem hann lék um 20 mín að meðaltali og skoraði að meðaltali 4,2 stig í leik. Hlynur er leikstjórnandi og er 20 ára gamall. 
Annar leikmaður sem mun leika með FSu á næsta tímabili er Birkir Víðisson. Birkir þekkir vel til í Iðu en þar hefur hann nánast alist upp. Hann snýr nú heim frá Bandaríkjunum þar sem hann lék í miðskóla með Chuckey Doak High school. Birkir er fjölhæfur leikmaður sem steig sín fyrstu skref í úrvalsdeild aðeins 14 ára gamall, en hann er 18 ára í dag.
Þessir tveir ungu menn munu styrkja lið FSu mikið en von er á frekari fréttum af leikmannamálum hjá liðinu fljótlega.

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Wednesday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©