Körfuboltabúðir

Grein skrifuð Mánudagur, 01 júlí 2013
 

Nú er rétt tæpur mánuður í að körfuboltabúðir Fsu og Baketball Across Borders hefjist í Iðu á Selfossi. Skráning gengur vel og er nú rétt rúmlega helmingur af þeim sætum sem eru í boði frátekin, þannig að þeir sem eru að hugsa málið ættu að drífa sig í að ganga frá sinni skráningu.

Einnig hefur verið ákveðið að halda þjálfaranámskeið samhliða búðunum þar sem boðið verður upp á fyrirlestra frá gestaþjálfurum samhliða æfingum. Áætlað er að fyrirlestrarnir verði allir á einum og sama deginum og er verið að leggja lokahönd á skipulagningu á þeim degi.

Eins og áður hefur verið sagt ætti enginn að láta þetta tækifæri framhjá sér fara þar sem reynslumiklir þjálfarar eru að mæta á svæðið sem vonast eftir að finna hér á landi leikmenn sem hafa áhuga á að sækja nám til USA.

Kostnaður við búðirnar fyrir leikmenn er 15.000 kr fyrir alla dagana eða 5000 kr stakur dagur. Innifalið er hressing og léttur matur yfir daginn og grillveisla í lok búðanna.

Kostnaður fyrir þjálfara á námskeið er 5000 kr.

Allar skráningar og fyrirspurnir skal senda í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..1011731 10201193387734102 2143631021 n

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Wednesday the 23rd. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©