FSU-VARPIÐ

Leikur FSU og Fjölnis í kvöld verður sýndur beint á Youtube streymi fyrir þá sem eiga alls ekki heimangengt. Hvetjum við samt sem áður alla sem vettlingi geta valdið að mæta á staðinn og styrkja gott málefni, eins og sagt er frá í annarri frétt hér á síðunni.

Steymið má nálgast hér.

Styðjum fjölskyldu Andreu Eirar

Andrea Eir Sigurfinnsdóttir frá Tóftum í Stokkseyrarhreppi lést, aðeins 5 ára gömul, á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð 15. október síðastliðinn eftir stutta baráttu við veikindi.Anrea Eir Sigurfinnsdóttir

Mikill kostnaður fellur til við þessar aðstæður og vill FSU-KARFA rétta hjálparhönd. Mun allur aðgangseyrir að leik FSU og Fjölnis í Iðu annað kvöld, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 19:15, renna til fjölskyldunnar.

Vonumst við til þess að sem flestir sýni þessu framtaki velvilja með því að greiða aðgangseyrinn, sem er kr. 1000,-

Stjórn FSU-KÖRFU

 

FSU-Fjölnir á fimmtudaginn

Næsti leikur FSU í 1. deild karla er heimaleikur gegn Fjölni úr Gravarvogi, í Iðu nk. fimmtudagskvöld 2. nóvember kl. 19:15.

Lesa meira...

Erfiður biti að kyngja

FSU tók á móti Gnúpverjum í 1. deild karla í gærkvöldi. Gestirnir leiddu mest allan leikinn og þó heimamenn jöfnuðu með mikilli baráttu 66-66 og kæmust yfir 75-73 stuttu seinna, og fengju í kjölfarið tækifæri til að auka muninn og leggja grunn að fyrsta sigrinum, þá reyndust þeir sjálfum sér verstir og glutruðu tækifærinu með slæmum ákvörðunum í sókninni þannig að Gnúpverjar fengu auðveldar körfur á silfurfati, sem riðu baggamuninn, og unnu að lokum með 9 stiga mun, 87-96.

Lesa meira...

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 16th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©