Allir í körfu!

Körfuknattleiksfélag Selfoss ætlar að bjóða öllum nýjum iðkendum að æfa endurgjaldslaust það sem eftir lifir vetrar, en æfingatímabilinu lýkur um miðjan maí.

Einnig verður þennan tíma fram á vorið boðið upp á sérstakar æfingar í Iðu á sunnudögum kl. 11:30 fyrir börn á elsta ári í leikskóla.

Æfingatíma allra flokka er hægt að nálgast með því að smella hér.

Hlökkum til að sjá sem flesta og hvetjum jafnt stelpur sem stráka til að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt, með krökkunum á þessu myndbandi!!

 

 

FSU krakkar í Stjörnustríði

Hópur krakka frá FSU tók þátt í Stjörnustríði í Garðabæ. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá mótinu sem heppnaðist með ágætum svo bæði börn og foreldrar komu ánægðir heim ...

stjornum.jpg

Stjörnumót

stj.mot

stjornustrid

SELFOSS-KARFA

Aðalfundur Körfuknattleiksfélags FSU var haldinn í Iðu í gærkvöldi, 5. apríl 2018. Þetta var tímamótafundur í sögu félgasins, því þar voru samþykktar afgerandi breytingar á lögum þess.

Lesa meira...

Aðalfundur FSU-KÖRFU 2018

Aðalfundur Körfuknattleiksfélags FSU verður haldinn fimmtudaginn 05.04. 2018 kl. 20:00, í Iðu, Tryggvagötu 25, Selfossi.

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf, skv. lögum félagsins.

Allir félagar og velunnarar félagsins eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemina og stöðu mála - og að láta sig varða stefnumótun félagsins til framtíðar.

Stjórnin

Lesa meira...

FSu Karfa

Tryggvagötu 25
800 Selfoss
Kt 550606-0890

FSu karfa

Saturday the 20th. Template by Joomla Template 2.5. FSu Karfa - Selfoss
Copyright 2012

©